Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2019 06:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Fréttablaðið/Anton Brink Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira