Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:30 Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli. Vísir/GVA Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00