Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:00 Batahorfur álftarinnar eru taldar góðar. Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur. Dýr Garðabær Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur.
Dýr Garðabær Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira