Búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 12:29 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Andri Marinó Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira