Reggie Miller: Hvað hefur komið fyrir elsku NBA deildina mína? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Trae Young skildi ekkert í tæknivillunni og fleiri voru líka hissa. Getty/Matt Marton NBA-goðsögn hefur áhyggjur af viðkvæmni hjá NBA-dómurum eftir að einn besti nýliði NBA-deildarinnar í vetur var sendur í sturtu í nótt. Trae Young, nýliðinn hjá Atlanta Hawks, var rekinn út úr húsi í NBA-deildinni í nótt að því virðist fyrir að stara á mótherja sinn og sá hinn sami var ekki einu sinni að horfa á hann. Trae Young var með 18 stig og 5 stoðsendingar á 18 mínútum áður en hann var rekinn út úr húsi. Þetta var hans önnur tæknivilla í leiknum og þess vegna var hann útilokaður frá frekari leik.Trae Young is so good now that his taunts (apparently) warrant ejections. Look, if the kid can pull up from 28 & drain a 3 in some dude's face, he's earned the right to do whatever he wants afterward. This tech is weak sauce pic.twitter.com/jVtvXtnaaX — Michael Lee (@MrMichaelLee) March 3, 2019Atlanta Hawks náði engu að síður að vinna 123-118 sigur á Chicago Bulls án hans. Trae Young hafði komið liðinu í 78-62 með því að setja niður þrist. Hann starði hnakkann á Kris Dunn í framhaldinu og einn dómaranna skellti á honum tæknivillu. NBA goðsögnin Reggie Miller var þekktur fyrir frábæra hittni og að spila jafnan best þegar allt var undir í leikjunum. Hann var líka óhræddur við að láta móherja sína vita af því hversu góður hann var. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að Reggie Miller hafi látið í sér heyra eftir tæknivillu næturinnar. „Hvað hefur komið fyrir elsku NBA deildina mína? Allt er svo mjúkt og viðkvæmt núna. Trae Young átti aldrei að fá tæknivillu fyrir þetta. Ég hefði verið blankur og búið að henda mér út úr deildinni eftir tvö ár,“ skrifaði Reggie Miller eins og sjá má hér fyrir neðan.What’s happened to my beloved NBA game? So damn SOFT and SENSITIVE now, nooooo way Trae Young should be given a technical for this.. I would have been broke and out of the league in 2 years ... #LetBallersBallpic.twitter.com/0eKlxOCx8V — Reggie Miller (@ReggieMillerTNT) March 3, 2019 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
NBA-goðsögn hefur áhyggjur af viðkvæmni hjá NBA-dómurum eftir að einn besti nýliði NBA-deildarinnar í vetur var sendur í sturtu í nótt. Trae Young, nýliðinn hjá Atlanta Hawks, var rekinn út úr húsi í NBA-deildinni í nótt að því virðist fyrir að stara á mótherja sinn og sá hinn sami var ekki einu sinni að horfa á hann. Trae Young var með 18 stig og 5 stoðsendingar á 18 mínútum áður en hann var rekinn út úr húsi. Þetta var hans önnur tæknivilla í leiknum og þess vegna var hann útilokaður frá frekari leik.Trae Young is so good now that his taunts (apparently) warrant ejections. Look, if the kid can pull up from 28 & drain a 3 in some dude's face, he's earned the right to do whatever he wants afterward. This tech is weak sauce pic.twitter.com/jVtvXtnaaX — Michael Lee (@MrMichaelLee) March 3, 2019Atlanta Hawks náði engu að síður að vinna 123-118 sigur á Chicago Bulls án hans. Trae Young hafði komið liðinu í 78-62 með því að setja niður þrist. Hann starði hnakkann á Kris Dunn í framhaldinu og einn dómaranna skellti á honum tæknivillu. NBA goðsögnin Reggie Miller var þekktur fyrir frábæra hittni og að spila jafnan best þegar allt var undir í leikjunum. Hann var líka óhræddur við að láta móherja sína vita af því hversu góður hann var. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að Reggie Miller hafi látið í sér heyra eftir tæknivillu næturinnar. „Hvað hefur komið fyrir elsku NBA deildina mína? Allt er svo mjúkt og viðkvæmt núna. Trae Young átti aldrei að fá tæknivillu fyrir þetta. Ég hefði verið blankur og búið að henda mér út úr deildinni eftir tvö ár,“ skrifaði Reggie Miller eins og sjá má hér fyrir neðan.What’s happened to my beloved NBA game? So damn SOFT and SENSITIVE now, nooooo way Trae Young should be given a technical for this.. I would have been broke and out of the league in 2 years ... #LetBallersBallpic.twitter.com/0eKlxOCx8V — Reggie Miller (@ReggieMillerTNT) March 3, 2019
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira