Stórsóknarfórn Óttar Guðmundsson skrifar 2. mars 2019 08:30 Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar