Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum 6,5 milljónir króna. Hann vildi bætur sem námu launum og launatengdum greiðslum aðstoðarskólameistara út fimm ára ráðningartíma, skaðabætur vegna uppsagnar úr kennarastarfi og miskabætur.
