Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. mars 2019 12:30 Jon Jones og Anthony Smith. Vísir/Getty UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sjá meira
UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00