Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi. Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi.
Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira