Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi. Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi.
Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira