Khan reynir að stilla til friðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:15 Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans. Getty/Anadolu Agency Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40