Khan reynir að stilla til friðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:15 Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans. Getty/Anadolu Agency Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40