Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 20:34 Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira