Leggja drög að verkfallsaðgerðum 20.000 félagsmanna í dag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:10 Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS (til hægri) segir að það kæmi honum ekki á óvart ef félagsmenn myndu samþykkja allsherjarverkföll. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði