Er það svo erfitt að tala við flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 18. mars 2019 21:15 Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Sjá meira
Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar