Ekki verði áfrýjað til yfirdeildar Sveinn Andri Sveinsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 12. marz sl. í máli GAÁ gegn íslenska ríkinu kom ekki öllum á óvart. Margir í lögfræðingastétt, þ.á m. undirritaður, töldu meiri líkur en minni að þetta yrði niðurstaðan. Einnig átti dómurinn ekki að koma stjórnvöldum á óvart þegar hafður er í huga sá forgangur sem dómstóllinn veitti málinu strax í upphafi. Gaf það ákveðnar vísbendingar um að svona gæti farið og gaf fullt tilefni til þess fyrir stjórnvöld að vera klár með viðbragðsáætlun. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt mikið upp úr því að dómurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni (5-2) auk þess sem „forseti dómsins“ hafi staðið að minnihlutaatkvæði. Í fyrsta lagi er rétt að halda því til haga að fulltrúi Íslands í MDE, Róbert Spanó, er forseti deildarinnar. Hann víkur hins vegar úr forsetastól þegar kemur að málefnum Íslands. Það var því varaforseti deildarinnar sem var í forsæti í þessu máli og stóð að minnihlutaatkvæðinu. Í öðru lagi er sláandi þegar dómurinn er lesinn, að á sama tíma og dómur meirihlutans er ákaflega vandaður bæði að orðfæri, uppbyggingu niðurstöðu og rökstuðningi; í hefðbundnum stíl dómara, sver atkvæði minnihlutans sig meira í ætt við stóryrta blaðagrein. Er býzna óvenjulegt að sjá í dómi orð eins og „overkill“ og að þannig sé tekið til orða: „þó að flugmaðurinn hafi gert mistök við stjórn vélarinnar sé óþarfi að skjóta vélina niður.“ Sjálfkrafa verður minna mark takandi á dómsniðurstöðu sem rökstudd er með svo óhefðbundnum og ólögfræðilegum hætti. Einnig vekur athygli að minnihlutinn notar það sem röksemd að afleiðingar dómsins séu drastískar; við hann opnist pandórubox ómerkingarkrafna o.s.frv. Miklar afleiðingar dómsniðurstöðu í aðildarríki er hins vegar ekki málsástæða sem MDE getur byggt á; honum ber einfaldlega að túlka ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og dæma samkvæmt því. Dómur MDE er mjög einfaldur í uppbyggingu og skýr í rökstuðningi. Hann bendir á hið augljósa sem er að Hæstiréttur Íslands hafi í þeim málum sem höfðuð hafi verið af umsækjendum um dómaraembætti og ýtt var út af lista þeim sem lagður var fyrir Alþingi, komist að þeirri niðurstöðu annars vegar að dómsmálaráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún tók út fjóra umsækjendur út af þeim 15 manna lista, sem hæfisnefnd hafði talið hæfustu umsækjendurna og setti aðra fjóra umsækjendur inn á listann og svo hins vegar að Alþingi hafi brotið gegn ákvæðum dómstólalaga með því að kjósa í einu lagi um öll 15 dómaraefnin, en ekki hvert um sig. Hæstiréttur hafi vissulega ekki talið að þetta leiddi til þess að dómstóllinn væri ekki skipaður skv. lögum þannig að varðaði við 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð. En þegar kemur að ætluðum brotum gegn MSE hefur MDE hins vegar síðasta orðið og það var niðurstaðan að vegna téðra annmarka sem Hæstiréttur hafði staðfest, væru fjórmenningarnir sem færðir voru inn á 15 manna listann ekki löglega skipaðir í skilningi MSE. Viðbrögð við dómi MDE eru í grófum dráttum þrískipt. Fyrst eru þeir sem segja að ekki eigi að bregðast við dómnum með neinum hætti; niðurstaðan sé ekki bindandi og eigi Landsréttur og ríkisstjórn að leiða hana hjá sér. Þessi leið er ekki fær. Dómar MDE eru þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir Ísland aukinheldur sem íslenskir dómstólar hafa ávallt og undatekningalaust beygt sig undir túlkanir MDE á ákvæðum MSE. Væri það frekar öfugsnúið, loks þegar dómur MDE beindist að dómurunum sjálfum, að hunza niðurstöðu MDE. Aðrir, þ.á m. forsætisráðherra og nýskipaður dómsmálaráðherra telja að málið sé það mikilvægt, bæði á landsvísu og í Evrópu, að hugsanlega sé rétt að áfrýja málinu til yfirdeildar MDE. Þriðji kosturinn er sá að una niðurstöðu MDE og grípa strax til aðgerða við að koma málefnum Landsréttar í rétt horf til frambúðar. Er athyglisvert að Dómstólasýslan hefur hefur mælt fyrir þessu og goldið varhug við því að áfrýjað sé til yfirdeildar. Tekið er undir þau sjónarmið. Í fyrsta lagi er afar ólíklegt að yfirdeildin snúi við þessari niðurstöðu, þó vel megi ætla að hún samþykki að taka málið fyrir. Er það bæði vegna þess hve vel rökstuddur dómurinn er og svo í annan stað vegna þess að niðurstaðan í þessu máli eru skýr skilaboð til stjórnvalda í löndum eins og Póllandi og Ungverjalandi að vera ekki að veitast að sjálfstæði dómstóla landanna. Í öðru lagi getur ákvörðun um áfrýjun ekki tekið mið af pólitískum hagsmunum fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sér þetta sem líflínu til sín, né heldur má þetta snúast um stöðu þeirra fjögurra dómara sem nú eru vissulega í afleitri stöðu. Horfa ber á málið út frá almannahagsmunum. Það eru hagsmunir almennings í landinu að dómskerfið starfi með eðlilegum hætti og að hinn nýi áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hangi ekki í lausu lofti. Áfrýjun til yfirdeildar gerir ekkert annað en framlengja óvissuna og magna upp það hörmungarástand sem skapast hefur og verður orðið enn súrara eftir væntanlega staðfestingu yfirdeildar en nú er. Og er ekki á bætandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 12. marz sl. í máli GAÁ gegn íslenska ríkinu kom ekki öllum á óvart. Margir í lögfræðingastétt, þ.á m. undirritaður, töldu meiri líkur en minni að þetta yrði niðurstaðan. Einnig átti dómurinn ekki að koma stjórnvöldum á óvart þegar hafður er í huga sá forgangur sem dómstóllinn veitti málinu strax í upphafi. Gaf það ákveðnar vísbendingar um að svona gæti farið og gaf fullt tilefni til þess fyrir stjórnvöld að vera klár með viðbragðsáætlun. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt mikið upp úr því að dómurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni (5-2) auk þess sem „forseti dómsins“ hafi staðið að minnihlutaatkvæði. Í fyrsta lagi er rétt að halda því til haga að fulltrúi Íslands í MDE, Róbert Spanó, er forseti deildarinnar. Hann víkur hins vegar úr forsetastól þegar kemur að málefnum Íslands. Það var því varaforseti deildarinnar sem var í forsæti í þessu máli og stóð að minnihlutaatkvæðinu. Í öðru lagi er sláandi þegar dómurinn er lesinn, að á sama tíma og dómur meirihlutans er ákaflega vandaður bæði að orðfæri, uppbyggingu niðurstöðu og rökstuðningi; í hefðbundnum stíl dómara, sver atkvæði minnihlutans sig meira í ætt við stóryrta blaðagrein. Er býzna óvenjulegt að sjá í dómi orð eins og „overkill“ og að þannig sé tekið til orða: „þó að flugmaðurinn hafi gert mistök við stjórn vélarinnar sé óþarfi að skjóta vélina niður.“ Sjálfkrafa verður minna mark takandi á dómsniðurstöðu sem rökstudd er með svo óhefðbundnum og ólögfræðilegum hætti. Einnig vekur athygli að minnihlutinn notar það sem röksemd að afleiðingar dómsins séu drastískar; við hann opnist pandórubox ómerkingarkrafna o.s.frv. Miklar afleiðingar dómsniðurstöðu í aðildarríki er hins vegar ekki málsástæða sem MDE getur byggt á; honum ber einfaldlega að túlka ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og dæma samkvæmt því. Dómur MDE er mjög einfaldur í uppbyggingu og skýr í rökstuðningi. Hann bendir á hið augljósa sem er að Hæstiréttur Íslands hafi í þeim málum sem höfðuð hafi verið af umsækjendum um dómaraembætti og ýtt var út af lista þeim sem lagður var fyrir Alþingi, komist að þeirri niðurstöðu annars vegar að dómsmálaráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún tók út fjóra umsækjendur út af þeim 15 manna lista, sem hæfisnefnd hafði talið hæfustu umsækjendurna og setti aðra fjóra umsækjendur inn á listann og svo hins vegar að Alþingi hafi brotið gegn ákvæðum dómstólalaga með því að kjósa í einu lagi um öll 15 dómaraefnin, en ekki hvert um sig. Hæstiréttur hafi vissulega ekki talið að þetta leiddi til þess að dómstóllinn væri ekki skipaður skv. lögum þannig að varðaði við 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð. En þegar kemur að ætluðum brotum gegn MSE hefur MDE hins vegar síðasta orðið og það var niðurstaðan að vegna téðra annmarka sem Hæstiréttur hafði staðfest, væru fjórmenningarnir sem færðir voru inn á 15 manna listann ekki löglega skipaðir í skilningi MSE. Viðbrögð við dómi MDE eru í grófum dráttum þrískipt. Fyrst eru þeir sem segja að ekki eigi að bregðast við dómnum með neinum hætti; niðurstaðan sé ekki bindandi og eigi Landsréttur og ríkisstjórn að leiða hana hjá sér. Þessi leið er ekki fær. Dómar MDE eru þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir Ísland aukinheldur sem íslenskir dómstólar hafa ávallt og undatekningalaust beygt sig undir túlkanir MDE á ákvæðum MSE. Væri það frekar öfugsnúið, loks þegar dómur MDE beindist að dómurunum sjálfum, að hunza niðurstöðu MDE. Aðrir, þ.á m. forsætisráðherra og nýskipaður dómsmálaráðherra telja að málið sé það mikilvægt, bæði á landsvísu og í Evrópu, að hugsanlega sé rétt að áfrýja málinu til yfirdeildar MDE. Þriðji kosturinn er sá að una niðurstöðu MDE og grípa strax til aðgerða við að koma málefnum Landsréttar í rétt horf til frambúðar. Er athyglisvert að Dómstólasýslan hefur hefur mælt fyrir þessu og goldið varhug við því að áfrýjað sé til yfirdeildar. Tekið er undir þau sjónarmið. Í fyrsta lagi er afar ólíklegt að yfirdeildin snúi við þessari niðurstöðu, þó vel megi ætla að hún samþykki að taka málið fyrir. Er það bæði vegna þess hve vel rökstuddur dómurinn er og svo í annan stað vegna þess að niðurstaðan í þessu máli eru skýr skilaboð til stjórnvalda í löndum eins og Póllandi og Ungverjalandi að vera ekki að veitast að sjálfstæði dómstóla landanna. Í öðru lagi getur ákvörðun um áfrýjun ekki tekið mið af pólitískum hagsmunum fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sér þetta sem líflínu til sín, né heldur má þetta snúast um stöðu þeirra fjögurra dómara sem nú eru vissulega í afleitri stöðu. Horfa ber á málið út frá almannahagsmunum. Það eru hagsmunir almennings í landinu að dómskerfið starfi með eðlilegum hætti og að hinn nýi áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hangi ekki í lausu lofti. Áfrýjun til yfirdeildar gerir ekkert annað en framlengja óvissuna og magna upp það hörmungarástand sem skapast hefur og verður orðið enn súrara eftir væntanlega staðfestingu yfirdeildar en nú er. Og er ekki á bætandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun