Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í Gdansk. Vegagerðin Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist en skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en þar segir að flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eigi eftir að taka skipið út. Þegar því er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. Flokkunarfélag skipsins, DNV-GL, á enn eftir að taka út mikilvægan öryggisbúnað áður en það getur gefið út nauðsynleg vottorð fyrir skipið. Skoðunarmenn Samgöngustofu eru væntanlegir á miðvikudag til að fara í upphafsskoðun á skipinu. Sú skoðun tekur nokkra daga en það er ekki fyrr en að lokinni þeirri skoðun sem hægt er að gefa út haffærnisskírteini Herjólfs. Öðruvísi verður ferjunni því ekki siglt heim. Flokkunarfélag er óháð stjórnvöldum og tekur út hvort skip uppfylli staðla og reglur. Vegagerðin er í viðræðum CRIST S.A. um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frádregnum samningsbundnum frádrætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og segir á vef Vegagerðarinnar að ekki sé unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist en skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en þar segir að flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eigi eftir að taka skipið út. Þegar því er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. Flokkunarfélag skipsins, DNV-GL, á enn eftir að taka út mikilvægan öryggisbúnað áður en það getur gefið út nauðsynleg vottorð fyrir skipið. Skoðunarmenn Samgöngustofu eru væntanlegir á miðvikudag til að fara í upphafsskoðun á skipinu. Sú skoðun tekur nokkra daga en það er ekki fyrr en að lokinni þeirri skoðun sem hægt er að gefa út haffærnisskírteini Herjólfs. Öðruvísi verður ferjunni því ekki siglt heim. Flokkunarfélag er óháð stjórnvöldum og tekur út hvort skip uppfylli staðla og reglur. Vegagerðin er í viðræðum CRIST S.A. um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frádregnum samningsbundnum frádrætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og segir á vef Vegagerðarinnar að ekki sé unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira