Enn straumlaust í hluta af Mýrdal en starfsmenn RARIK hafa fundið hvar bilunin er. Mikil ísing var í Skaftárhreppi í nótt þannig að línur slitnuðu og staurar brotnuðu.Verið er að útvega efni og er gert ráð fyrir að viðgerð í Mýrdal verði lokið fyrir kvöldmat en þar eru 94 viðskiptavinir straumlausir.
Í Meðallandi er enn unnið að viðgerð og gert ráð fyrir að henni ljúki ekki fyrr en líður á kvöldið. Þar eru enn 34 viðskiptavinir án rafmagns.
Allir eru hins vegar komnir með rafmagn í Skaftártungu og Álftaveri.
