Erlent

Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“

Sylvía Hall skrifar
Hertogahjónin af Camebridge og Sussex.
Hertogahjónin af Camebridge og Sussex. Getty/Stephen Pond
Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína í færslu sem birt var á Instagram-síðu konungshallarinnar í gær. Þau segja hryðjuverkin árás á samfélagið í Christchurch og múslima um allan heim.

„Þetta er hræðileg árás á fólk sem hefur háttprýði, samfélag og vináttu í hávegum.“

Þau segjast hafa verið svo lánsöm að hafa eytt tíma í Christchurch og fundið hve hlýtt og örlátt fólkið þar er en hertogahjónin af Sussex heimsóttu landið í haust.

 „Við vitum að eftir þetta áfall og þessa sorg munu íbúar Nýja-Sjálands sameinast til þess að sýna að slík illska getur aldrei sigrað samkennd og umburðarlyndi,“ segir í færslunni og senda þau hugheilar kveðjur og bænir til allra landsmanna. 

Þau segja enga manneskju eiga að óttast að sækja sína helgistaði og enda kveðjuna á Nýsjálensku kveðjunni Kia Kaha sem merkir einfaldlega: „Verið sterk“. 

View this post on Instagram

“Our hearts go out to the families and friends of the people who lost their lives in the devastating attack in Christchurch. We have all been fortunate to spend time in Christchurch and have felt the warm, open-hearted and generous spirit that is core to its remarkable people. No person should ever have to fear attending a sacred place of worship. This senseless attack is an affront to the people of Christchurch and New Zealand, and the broader Muslim community. It is a horrifying assault on a way of life that embodies decency, community, and friendship. We know that from this devastation and deep mourning, the people of New Zealand will unite to show that such evil can never defeat compassion and tolerance. We send our thoughts and prayers to everyone in New Zealand today. Kia Kaha.” — The Duke and Duchess of Cambridge and The Duke and Duchess of Sussex.

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×