Zidane byrjaði á sigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. mars 2019 17:30 Zinedine Zidane og Isco, annar markaskorara dagsins. Vísir/Getty Zinedine Zidane byrjaði aðra stjórnartíð sína hjá Real Madrid með sigri, liðið vann Celta Vigo í dag. Zidane tók við Real Madrid á dögunum en hann hætti nokkuð óvænt með liðið síðasta vor. Skelfilega hefur gengið hjá félaginu að undanförnu en það er strax farið að birta aðeins til. Andstæðingur dagsins var þó ekki sá sterkasti, lið Celta Vigo er í fallbaráttu og á pappírnum margumtalaða hefði Real alltaf átt að vinna leikinn. Real var með mikla yfirburði í leiknum en náði þó ekki að skora fyrr en á 62. mínútu þegar Isco kom boltanum í netið. Gareth Bale tryggði Real svo sigurinn með marki á 77. mínútu. Real situr í þriðja sæti spænsku deildarinnar, níu stigum á eftir Barcelona á toppnum sem á þó leik til góða. Spænski boltinn
Zinedine Zidane byrjaði aðra stjórnartíð sína hjá Real Madrid með sigri, liðið vann Celta Vigo í dag. Zidane tók við Real Madrid á dögunum en hann hætti nokkuð óvænt með liðið síðasta vor. Skelfilega hefur gengið hjá félaginu að undanförnu en það er strax farið að birta aðeins til. Andstæðingur dagsins var þó ekki sá sterkasti, lið Celta Vigo er í fallbaráttu og á pappírnum margumtalaða hefði Real alltaf átt að vinna leikinn. Real var með mikla yfirburði í leiknum en náði þó ekki að skora fyrr en á 62. mínútu þegar Isco kom boltanum í netið. Gareth Bale tryggði Real svo sigurinn með marki á 77. mínútu. Real situr í þriðja sæti spænsku deildarinnar, níu stigum á eftir Barcelona á toppnum sem á þó leik til góða.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti