Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur samþykkt að viðræðunefnd hafi fulla heimild til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA), komi ekki fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá SA í kjaraviðræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS.
Samningaviðræður um nýjan kjarasamning SGS og SA hafa staðið yfir undanfarnar þrjár vikur undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu SGS segir að ýmislegt hafi áunnist í viðræðunum, „annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst“.
Því virðist ekki vera lengra komist í viðræðum að sinni en sú vinna sem þegar hefur verið unnin sé þó gagnleg og nýtist vonandi í framhaldinu.
Fyrsti fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA fór fram fyrir þremur vikum en þá hafði sambandið átt um 110 samningafundi með SA.
Slíta viðræðum ef ekki koma fram nýjar hugmyndir

Tengdar fréttir

Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA
Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.

SGS ákveður að halda áfram kjaraviðræðum þó staðan sé viðkvæm
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning en viðræðum verður haldið áfram eftir helgi.

SGS lýsir yfir fullum stuðningi við boðað verkfall Eflingar
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir yfir fullum stuðning við verkfall félagsmanna í Eflingu sem boðað hefur verið til þann 8. mars næstkomandi.