Lára berst við matarfíkn: Sprautaði sápu yfir matarafganga svo hún myndi ekki borða upp úr ruslinu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2019 10:30 Lára Kristín opnar sig um matarfíkn. Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira
Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira