Markmiðið er að útrýma fátækt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. mars 2019 08:00 Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun