Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 13:44 Donald Trump hlýtur kynningu frá landamæraeftirliti Bandaríkjanna um eiturlyfjasmygl á landamærunum. Getty/Al Drago Bandaríkjaþing mun að öllum líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó. Verði tillagan samþykkt er líklegt að Trump beiti neitunarvaldi í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti. Fulltrúadeildin, þar sem Demókratar eru með meirihluta, hafa þegar samþykkt að fella úr gildi neyðarástandið. Atkvæði verða greidd um tillöguna í öldungadeildinni síðar í dag. Fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði með ályktuninni. Forsetinn hefur hótað því að beita neitunarvaldi sínu verði ályktunin samþykkt. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum 15. febrúar eftir að Bandaríkjaþing neitaði honum fjármagni í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Neyðarástandinu var ætlað að gera forsetanum kleift að ráðstafa fjármunum í múrinn án samþykkis þingsins. Þingið getur ógilt neitunarvald forseta en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum þingsins. Afar ólíklegt er að slíkur meirihluti sé til staðar í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar eru með meirihluta. Standi neyðarástandið áfram mun Trump geta notað fjármagn sem ætlað er hernaðarmálum og tekið þaðan allt að 8 milljarða Bandaríkjadala. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa kært neyðaryfirlýsinguna til dómstóla sem eiga enn eftir að taka afstöðu til þess hvort það samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07 Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Bandaríkjaþing mun að öllum líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó. Verði tillagan samþykkt er líklegt að Trump beiti neitunarvaldi í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti. Fulltrúadeildin, þar sem Demókratar eru með meirihluta, hafa þegar samþykkt að fella úr gildi neyðarástandið. Atkvæði verða greidd um tillöguna í öldungadeildinni síðar í dag. Fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði með ályktuninni. Forsetinn hefur hótað því að beita neitunarvaldi sínu verði ályktunin samþykkt. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum 15. febrúar eftir að Bandaríkjaþing neitaði honum fjármagni í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Neyðarástandinu var ætlað að gera forsetanum kleift að ráðstafa fjármunum í múrinn án samþykkis þingsins. Þingið getur ógilt neitunarvald forseta en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum þingsins. Afar ólíklegt er að slíkur meirihluti sé til staðar í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar eru með meirihluta. Standi neyðarástandið áfram mun Trump geta notað fjármagn sem ætlað er hernaðarmálum og tekið þaðan allt að 8 milljarða Bandaríkjadala. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa kært neyðaryfirlýsinguna til dómstóla sem eiga enn eftir að taka afstöðu til þess hvort það samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07 Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10
Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07
Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00