Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. mars 2019 06:43 Bandaríkjamenn hafa kyrrsett Boeing 737 Max vélarnar. vísir/getty Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30