RÚV með helming auglýsingatekna Heiðar Guðjónsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun