Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 19:43 Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. AP/Tim Ireland Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00