Þá verður hægara veður og lengst af þurrt fyrir norðan og austan. Áfram er gert ráð fyrir austlægri átt á morgun og hinn daginn og dálítilli úrkomu í flestum landshlutum. Frostlaust verður víða um land að deginum en sums staðar vægt frost inn til landsins.
Í ábendingu veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar er þeim, sem eiga leið um Hellisheiði eða Þrengsli, bent á að um tíma í dag eða frá um kl. 13 og til 17 gerir hríðarveður ofan um 200 m. 14-17 m/s og lítið skyggni um tíma. Veður verður skárra á Mosfellsheiði og gengur niður undir kvöld.
Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:
Í dag:Hægt vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s og slydda eða rigning eftir hádegi, hvassast á Kjalarnesi. Lægir heldur í kvöld og smá skúrir. Suðaustan 5-10 og dálítil rigning um tíma á morgun. Hiti kringum frostmark
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á V-landi, rigning með köflum með S-ströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost NA-til.
Á föstudag:
Austlægar áttir, 8-15 m/s, hvassast syðst. Skýjað að mestu, slydda eða rigning með köflum S- og V-lands, en dálítil él við sjóinn NA-lands. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost inn til landsins.
Á laugardag:
Austlæg átt og slydda eða snjókoma S-lands og él austast. Lægir og rofar til um kvöldið. Kólnandi veður í bili.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og slydda eða rigning, en úrkomulaust að mestu eystra. Hiti nærri frostmarki.
Á mánudag:
Vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Lítur út fyrir hvassa suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en þurrviðri NA-lands og kólnar aftur.