Formaður VR hefði viljað sjá afdráttarlausari niðurstöðu Sveinn Arnarsson skrifar 13. mars 2019 07:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að á brattann hafi verið að sækja í félaginu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir þetta naumt og hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöður. Verkfallsaðgerðir félagsmanna munu dreifast frá 22. mars til 1. maí næstkomandi en þá mun ótímabundið verkfall hefjast. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki. „Þessi vinnustöðvun á að beinast að breiðu bökunum. Hins vegar er alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á landi hafa verið að tapa fjármunum á síðustu árum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Ástæður þess eru einfaldar, sterkt gengi krónunnar hefur gert okkur lífið leitt, laun voru hækkuð með kjarasamningum árið 2015 og svo var greininni gert að greiða virðisaukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur gert það að verkum að rútufyrirtæki geta einfaldlega ekki greitt hærri laun en nú er gert.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta vilja félagsmanna. Umræðan í samfélaginu hafi verið óvægin gegn verkalýðsforystunni. „Þetta var tæpt og við vissum að það voru skiptar skoðanir innan okkar félags um það hvort ætti að fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar eru afar ólíkir samanborið við Eflingu til að mynda. Við vorum búnir að ræða við okkar félagsmenn og fundum að það var líka á brattann að sækja. Einnig var orðræðan óvægin í okkar garð, bæði hjá leiðarahöfundum stóru blaðanna og öflugum hagsmunahópum og öflum í samfélaginu,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefði hann viljað að úrslit kosninganna sýndu afdráttarlausari niðurstöðu en telur lýðræðislegast að fara í aðgerðir. „Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu í þessari kosningu en lýðræðið er þannig að við förum eftir vilja félagsmanna. Nú förum við í þessar framkvæmdir og vonumst til að viðsemjendur okkar séu tilbúnir til þess að semja við okkur,“ bætir Ragnar við. „Þetta mun koma sér illa fyrir greinina í heild sinni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og skaða hana. Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert að fara í svo stórar aðgerðir með svo naumum meirihluta,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir þetta naumt og hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöður. Verkfallsaðgerðir félagsmanna munu dreifast frá 22. mars til 1. maí næstkomandi en þá mun ótímabundið verkfall hefjast. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki. „Þessi vinnustöðvun á að beinast að breiðu bökunum. Hins vegar er alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á landi hafa verið að tapa fjármunum á síðustu árum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Ástæður þess eru einfaldar, sterkt gengi krónunnar hefur gert okkur lífið leitt, laun voru hækkuð með kjarasamningum árið 2015 og svo var greininni gert að greiða virðisaukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur gert það að verkum að rútufyrirtæki geta einfaldlega ekki greitt hærri laun en nú er gert.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta vilja félagsmanna. Umræðan í samfélaginu hafi verið óvægin gegn verkalýðsforystunni. „Þetta var tæpt og við vissum að það voru skiptar skoðanir innan okkar félags um það hvort ætti að fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar eru afar ólíkir samanborið við Eflingu til að mynda. Við vorum búnir að ræða við okkar félagsmenn og fundum að það var líka á brattann að sækja. Einnig var orðræðan óvægin í okkar garð, bæði hjá leiðarahöfundum stóru blaðanna og öflugum hagsmunahópum og öflum í samfélaginu,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefði hann viljað að úrslit kosninganna sýndu afdráttarlausari niðurstöðu en telur lýðræðislegast að fara í aðgerðir. „Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu í þessari kosningu en lýðræðið er þannig að við förum eftir vilja félagsmanna. Nú förum við í þessar framkvæmdir og vonumst til að viðsemjendur okkar séu tilbúnir til þess að semja við okkur,“ bætir Ragnar við. „Þetta mun koma sér illa fyrir greinina í heild sinni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og skaða hana. Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert að fara í svo stórar aðgerðir með svo naumum meirihluta,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira