Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. mars 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stöð 2 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44