Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:43 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. Vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“ Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17