Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:43 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. Vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“ Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17