Innlent

Hringvegurinn opinn á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Færðin var afar slæm á svæðinu í gær en nú er unnið að opnun.
Færðin var afar slæm á svæðinu í gær en nú er unnið að opnun. Landsbjörg

Opnað hefur verið fyrir umferð um hringveginum á milli Kálfafells og Jökulsárslóns. Veginum var lokað vegna hríðarveðurs sem gekk þar yfir í gær og í nótt.

Tugir björgunarsveitarmanna frá Landsbjörg komu í gærkvöldi um tvöhundruð manns til hjálpar sem lentu í óveðrinu. Fólkinu var fyrst komið í fjöldahjálparstöð á Hofi í Öræfum en síðan var það flutt að Hnappavöllum þar sem það gisti í nótt.

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að björgunarsveitafólkið hafi verið að störfum frá því upp úr hádegi í Öræfunum og var verið að vinna að því að koma síðustu túristunum í skjól þegar rætt var við hann.

Fólkið var flest allt á ferð á eigin vegum og festust bílar þeirra í þegar hríðarveður gekk yfir svæðið eins og spár höfðu raunar gert ráð fyrir. Í dag fær björgunarfólkið svo það verkefni að sækja bílana sem skildir voru eftir á Þjóðveginum í gær, en Jón Þór segir þá telja einhverja tugi. 

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að opnað var fyrir umferð um veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×