Illa klædd kona var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi á sjötta tímanum í morgun.
Lögreglumenn í eftirlitsferð í hverfi 101 sáu til manns sem benti þeim á konuna þar sem hún lá á gangstétt ósjálfbjarga af kulda. Var sjúkrabíll strax kallaður til að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
