Conor McGregor handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 09:00 Conor McGregor. Getty/Harry How Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather. Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Sjá meira
Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather.
Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Sjá meira