Sex íslensk skip bíða af sér óveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 01:08 Venus NS. HB Grandi Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda. Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda.
Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira