Lífið

Lagið sem skaust á toppinn um helgina hjá Eurovision veðbönkum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Duncan Laurence flutti lagið í beinni útsendingu í hollensku sjónvarpi um helgina.
Duncan Laurence flutti lagið í beinni útsendingu í hollensku sjónvarpi um helgina.
Undanfarnar vikur hafa Rússar verið sigurstranglegastir í Eurovision samkvæmt öllum helstu veðmálasíðum en nú hefur það breyst.

Nú er talið að Duncan Laurence fari með sigur af hólmi fyrir hönd Hollendinga. Hann flytur lagið Arcade og telja veðmálasíður tuttugu prósent líkur á því að Laurence vinni keppnina. Hollendingar frumsýndu framlag sitt um helgina og flutti Laurence lagið í vinsælasta spjallþættinum þar í landi. Hollenska ríkissjónvarpið valdið lagið sérstaklega til að taka þátt í keppninni í Tel Aviv í maí.

Sem stendur er Sergey Lazarev næstlíklegastur með lagið Scream og segja veðmálasíðurnar að 13 prósent líkur séu á rússneskum sigri.

Svíar völdu sitt framlag um helgina og vann John Lundvik Melodifestivalen með laginu Too Late for Love. Hann er í þriðja sæti veðbankanna og eru tíu prósent líkur á sigri Svía.

Íslendingar sitja í sjöunda sæti með lagið Hatrið mun sigra með Hatari. Þrjú prósent líkur eru á því að Eurovision verði haldið á Íslandi árið 2020.

Hér að neðan má hlusta á lög Hollendinga, Rússa og Svía.





Staðan hjá veðbönkum þegar þessi grein er skrifuð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×