Viðmælendaþjálfun RÚV og FKA Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun