Björgunarsveitir á Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út klukkan 13:30 vegna slasaðs göngumanns í Botnsdal, inn af Hvalfirði.
Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.
Davíð segir göngumanninn hafa verið í fámennum gönguhópi og hafi hann slasast á fæti.
Hann segir að fyrsti hópur björgunarsveita muni koma að manninum um klukkan 14:15.
Útkall vegna slasaðs göngumanns í Botnsdal
Atli Ísleifsson skrifar
