Alls fjörutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, segir að um sé að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka. RÚV greindi fyrst frá í dag.
Gylfi segir í samtali við Vísi að starfsmennirnir sem sagt var upp séu iðnaðarmenn úr ýmsum stéttum. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar séu beintengdar falli flugfélagsins WOW air segir Gylfi að um sé að ræða varúðarráðstöfun. Fyrirtækið hafi verið að byggja mikið á Suðurnesjum og enn eigi eftir að koma í ljós hver þróunin verður þar.
„Þetta er svona öryggisventill hjá okkur svo maður sitji ekki upp með mannskap.“
Fyrir uppsagnir störfuðu alls 215 hjá Bygg en Gylfi gerir ráð fyrir að hægt verði að ráða stóran hluta starfsmannanna aftur.
Fjörutíu starfsmönnum sagt upp hjá BYGG
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent