Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2019 21:30 Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent