Stóra verkefnið að „bjarga háönn ferðaþjónustunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 12:36 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. Vísir/Vilhelm Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst. Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst.
Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08