Sendu sérsveitir gegn flóttamönnum sem höfðu tekið yfir stjórn skips Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 11:55 Þegar þeim var sagt að þau yrðu að öllum líkindum send aftur til Líbíu, þar sem skipið var á leið þangað, tóku þau yfir stjórn skipsins og sögðu skipstjóra þess að sigla í norðurátt. AP/Rene' Rossignaud Yfirvöld Möltu sendu sérsveitir hersins gegn flóttamönnum sem höfðu tekið yfir stjórn tankskipsins Elhiblu 1 á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hafði komið rúmlega hundrað flóttamönnum og farandfólki til bjargar undan ströndum Líbíu. Þegar þeim var sagt að þau yrðu að öllum líkindum send aftur til Líbíu, þar sem skipið var á leið þangað, tóku þau yfir stjórn skipsins og sögðu skipstjóra þess að sigla í norðurátt. Í yfirlýsingu frá herafla Möltu segir að samband hafi náðst við skipstjóra skipsins þegar skipinu var stefnt til Möltu. Hann sagðist ekki vera við stjórn skipsins og að verið væri að þvinga hann og áhöfn áhöfnina með hótunum. Herskip voru send til móts við tankskipið ásamt þyrlu og fóru sérsveitarmenn um borð. Skipið er nú komið til hafnar í Möltu, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ekki er ljóst hvað verður um flótta- og farandfólkið. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að um fyrsta „sjórán“ flóttafólks sé að ræða. Evrópusambandið hefur hætt varðsiglingum um Miðjarðarhafið að beiðni yfirvalda Ítalíu. Þeim siglingum var ætlað að koma í veg fyrir flutninga smyglara til Evrópu og bjarga fólki í kröggum. Tugum þúsunda hefur verið bjargað á fjórum árum. Yfirvöld Möltu og Ítalíu hafa lokað höfnum sínum fyrir skipum sem bjargað hafa fólki af Miðjarðarhafinu Dregið hefur þó verulega úr flæði fólks yfir Miðjarðarhafið í kjölfar umdeilds samkomulags ESB við Líbíu sem felur í sér að fólkinu er haldið í sérstökum búðum í Líbíu. Evrópusambandið lætur strandgæslu Líbíu vita af ferðum flótta- og farandfólks og eru skip send til að flytja fólkið í búðirnar. Mannréttindasamtök segja aðstæður flótta- og farandfólks í Líbíu þó vera hræðilegar. Þeim sé misþyrmt, þau séu jafnvel pyntuð og nauðganir og þrælahald sé algengt. Evrópusambandið Flóttamenn Ítalía Malta Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Yfirvöld Möltu sendu sérsveitir hersins gegn flóttamönnum sem höfðu tekið yfir stjórn tankskipsins Elhiblu 1 á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hafði komið rúmlega hundrað flóttamönnum og farandfólki til bjargar undan ströndum Líbíu. Þegar þeim var sagt að þau yrðu að öllum líkindum send aftur til Líbíu, þar sem skipið var á leið þangað, tóku þau yfir stjórn skipsins og sögðu skipstjóra þess að sigla í norðurátt. Í yfirlýsingu frá herafla Möltu segir að samband hafi náðst við skipstjóra skipsins þegar skipinu var stefnt til Möltu. Hann sagðist ekki vera við stjórn skipsins og að verið væri að þvinga hann og áhöfn áhöfnina með hótunum. Herskip voru send til móts við tankskipið ásamt þyrlu og fóru sérsveitarmenn um borð. Skipið er nú komið til hafnar í Möltu, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ekki er ljóst hvað verður um flótta- og farandfólkið. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að um fyrsta „sjórán“ flóttafólks sé að ræða. Evrópusambandið hefur hætt varðsiglingum um Miðjarðarhafið að beiðni yfirvalda Ítalíu. Þeim siglingum var ætlað að koma í veg fyrir flutninga smyglara til Evrópu og bjarga fólki í kröggum. Tugum þúsunda hefur verið bjargað á fjórum árum. Yfirvöld Möltu og Ítalíu hafa lokað höfnum sínum fyrir skipum sem bjargað hafa fólki af Miðjarðarhafinu Dregið hefur þó verulega úr flæði fólks yfir Miðjarðarhafið í kjölfar umdeilds samkomulags ESB við Líbíu sem felur í sér að fólkinu er haldið í sérstökum búðum í Líbíu. Evrópusambandið lætur strandgæslu Líbíu vita af ferðum flótta- og farandfólks og eru skip send til að flytja fólkið í búðirnar. Mannréttindasamtök segja aðstæður flótta- og farandfólks í Líbíu þó vera hræðilegar. Þeim sé misþyrmt, þau séu jafnvel pyntuð og nauðganir og þrælahald sé algengt.
Evrópusambandið Flóttamenn Ítalía Malta Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira