Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
„Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41
Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?