Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Sylvía Hall skrifar 27. mars 2019 17:58 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019 Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019
Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41