Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Sylvía Hall skrifar 27. mars 2019 17:58 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019 Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019
Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41