Rotaðist í leik 2017 og getur ekki spilað í sumar: „Skrifa það með tárin í augunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 10:00 Björk fagnar 1. deildar titlinum með HK/Víkingi 2017. mynd/HK Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti