Í forystu í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar