Nokkur orð um hlutverk Soffíu frænku Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur. Og í næstu uppfærslu aftur. Þeir segja að hún hafi gert Soffíu frænku úr öllum persónum síðan og að um sjötugt hafi þær Soffía runnið saman í eitt og orðið sama konan. Hún er minna fræg sagan af vinkonu minni sem mætir í fermingarveislur í karakter. Í ár keypti hún sér mussu og ætlar að leika keramiker bæði í kirkjunni og í veislunni. Ástæðan er sú að keramiker hefur um nóg að tala – hún getur drullað yfir leirtauið og gert grín að keramikdýrum við gamlan homma. Í fyrra mætti hún sem djákni en vissi ekkert um hvað djáknar talar. Það tekur enginn eftir því að hún er í karakter því að það man til dæmis enginn alveg hvernig hún þekkir fermingarbarnið. En henni leið samt illa því að henni fannst hún hafa klúðrað hlutverki djáknans og ákvað að mæta aldrei aftur sem önnur persóna í fermingarveislu. En hún gæti aldrei mætt sem hún sjálf og sumum finnst það sorglegt en hún er samt aldrei nær sér en þegar hún er í hlutverki annarra. Þá rétt á meðan fær hún frið. Þannig að í ár hefur hún, eins og áður segir, ákveðið að mæta sem keramiker. Að fara út í búð sem faðir, áhugamaður um osta og eiginmaður konu á túr. Að nota sama símann til að senda mynd af typpinu á sér og til að skipuleggja bingó í Hjallastefnunni. Fólk brennur út alls staðar og þar er leiklistinni um að kenna. Fólk stundar method leik. Það lifir sig inn í hlutverk sín og hverfur sjálfu sér. Og hlutverkin eru of mörg og það er ómögulegt að sætta þau. Fólk trúir eigin leik. Það sem keramikerinn og leikkonan gera, er kannski fyrsta skrefið í átt að því að komast handan hlutverksins. Þær ákveða báðar hvaða hlutverki þær gegna og leika ekki bara það sem þær eru beðnar um. Sama má segja um eina dragdrottningu úti á landi sem kemur oft óumbeðin fram sem Soffía frænka og sofnar ölóð og lætur sig dreyma um það að Kasper, Jesper og Jónatan ræni henni um miðja nótt. Ég er ekki einhver höfundur sem skrifar þetta, ég er það sem er að baki þessum höfundi sem skrifar þetta. Og það er stærra og merkilegra af því að það er hið sama og liggur að baki þér. Það er auðvelt að vera dónalegur við búðarmann. Það er hins vegar erfiðara að vera dónalegur við mann sem vinnur í búð. Um leið og ég byrja að sjá í gegnum mín eigin hlutverk fer ég að sjá í gegnum hlutverk annarra og líf mitt fyllist af raunverulegu fólki. Það er ekki hægt að hætta neinu, það er bara hægt að byrja á nýju: Það eru 47 áhugaleikfélög á landinu. Þar er fólk sem fannst ekki nóg að leika keramiker án þess að nokkur sæi til. Á www.leiklist.is geturðu fundið áhugaleikfélagið í þinni byggð. Kannski er verið að leita að Soffíu frænku og kannski finnst hún í þér. Við hina segi ég: Þú ert ekki bara einhver drullusokkur sem svarar ekki emailum. Þú ert sjálfur alheimurinn, ekki leika neitt minna.Höfundur er leikskáld, sem ritar í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins í dag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur. Og í næstu uppfærslu aftur. Þeir segja að hún hafi gert Soffíu frænku úr öllum persónum síðan og að um sjötugt hafi þær Soffía runnið saman í eitt og orðið sama konan. Hún er minna fræg sagan af vinkonu minni sem mætir í fermingarveislur í karakter. Í ár keypti hún sér mussu og ætlar að leika keramiker bæði í kirkjunni og í veislunni. Ástæðan er sú að keramiker hefur um nóg að tala – hún getur drullað yfir leirtauið og gert grín að keramikdýrum við gamlan homma. Í fyrra mætti hún sem djákni en vissi ekkert um hvað djáknar talar. Það tekur enginn eftir því að hún er í karakter því að það man til dæmis enginn alveg hvernig hún þekkir fermingarbarnið. En henni leið samt illa því að henni fannst hún hafa klúðrað hlutverki djáknans og ákvað að mæta aldrei aftur sem önnur persóna í fermingarveislu. En hún gæti aldrei mætt sem hún sjálf og sumum finnst það sorglegt en hún er samt aldrei nær sér en þegar hún er í hlutverki annarra. Þá rétt á meðan fær hún frið. Þannig að í ár hefur hún, eins og áður segir, ákveðið að mæta sem keramiker. Að fara út í búð sem faðir, áhugamaður um osta og eiginmaður konu á túr. Að nota sama símann til að senda mynd af typpinu á sér og til að skipuleggja bingó í Hjallastefnunni. Fólk brennur út alls staðar og þar er leiklistinni um að kenna. Fólk stundar method leik. Það lifir sig inn í hlutverk sín og hverfur sjálfu sér. Og hlutverkin eru of mörg og það er ómögulegt að sætta þau. Fólk trúir eigin leik. Það sem keramikerinn og leikkonan gera, er kannski fyrsta skrefið í átt að því að komast handan hlutverksins. Þær ákveða báðar hvaða hlutverki þær gegna og leika ekki bara það sem þær eru beðnar um. Sama má segja um eina dragdrottningu úti á landi sem kemur oft óumbeðin fram sem Soffía frænka og sofnar ölóð og lætur sig dreyma um það að Kasper, Jesper og Jónatan ræni henni um miðja nótt. Ég er ekki einhver höfundur sem skrifar þetta, ég er það sem er að baki þessum höfundi sem skrifar þetta. Og það er stærra og merkilegra af því að það er hið sama og liggur að baki þér. Það er auðvelt að vera dónalegur við búðarmann. Það er hins vegar erfiðara að vera dónalegur við mann sem vinnur í búð. Um leið og ég byrja að sjá í gegnum mín eigin hlutverk fer ég að sjá í gegnum hlutverk annarra og líf mitt fyllist af raunverulegu fólki. Það er ekki hægt að hætta neinu, það er bara hægt að byrja á nýju: Það eru 47 áhugaleikfélög á landinu. Þar er fólk sem fannst ekki nóg að leika keramiker án þess að nokkur sæi til. Á www.leiklist.is geturðu fundið áhugaleikfélagið í þinni byggð. Kannski er verið að leita að Soffíu frænku og kannski finnst hún í þér. Við hina segi ég: Þú ert ekki bara einhver drullusokkur sem svarar ekki emailum. Þú ert sjálfur alheimurinn, ekki leika neitt minna.Höfundur er leikskáld, sem ritar í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins í dag
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun