Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13