„Vel gert“? Sabine Leskopf skrifar 26. mars 2019 12:10 „Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
„Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun