Segir fjórtán verkfallsbrot staðfest innan hótelgeirans og fleiri til skoðunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 11:47 Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Vísir/Vilhelm Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15
Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45
Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15