Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 10:34 Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Vísir/vilhelm Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43
Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30
Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46