Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:10 Andartakið þegar flugskeyti hæfði heimili fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. nordichpotos/AFP Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. Fyrir tæpum tveimur vikum hafði flugskeyti verið skotið frá Gaza í átt að Tel Avív án þess að valda tjóni. Ísraelsmenn hafa skellt ábyrgðinni á Hamas-liða en samtökin hafa neitað því alfarið að hafa verið þarna að verki. Um miðjan dag í gær var ljóst í hvað stefndi. Ísraelskir hermenn töku sér stöðu við landamærin og almennum borgurum var bent á hvar hægt væri að leita skjóls kæmi til þess að Palestínumenn myndu svara í sömu mynt. Þá var skólum víðs vegar í Ísrael lokað í dag. Íbúar Palestínu vissu á hverju var von. Fjöldi lagði leið sína í verslanir til að byrgja sig upp af nauðsynjum og tiltækt starfsfólk heilbrigðisstofnana var kallað út á vakt. Heilbrigðisráðuneytið sendi einnig út tilkynningu til íbúa um að vera viðbúnir ísraelskum loftárásum og gera það sem í þeirra valdi stæði til að vernda sig gegn þeim. Skömmu fyrir klukkan 22 að staðartíma, rétt fyrir sjö að íslenskum tíma, sögðu palestínskir miðlar frá því að ísraelsk sprengja hefði endað för sína á heimili Ismails Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hamas-samtakanna og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Að sögn fréttaritara Al-Jazera á Gaza virðast mögulegar þjálfunarstöðvar hernaðararms Hamas hafa verið skotmark árásar Ísraelsmanna. Ljóst sé hins vegar að aðrar byggingar hafi einnig orðið fyrir sprengjum. Tölur um fjölda látinna og særðra lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. Fyrir tæpum tveimur vikum hafði flugskeyti verið skotið frá Gaza í átt að Tel Avív án þess að valda tjóni. Ísraelsmenn hafa skellt ábyrgðinni á Hamas-liða en samtökin hafa neitað því alfarið að hafa verið þarna að verki. Um miðjan dag í gær var ljóst í hvað stefndi. Ísraelskir hermenn töku sér stöðu við landamærin og almennum borgurum var bent á hvar hægt væri að leita skjóls kæmi til þess að Palestínumenn myndu svara í sömu mynt. Þá var skólum víðs vegar í Ísrael lokað í dag. Íbúar Palestínu vissu á hverju var von. Fjöldi lagði leið sína í verslanir til að byrgja sig upp af nauðsynjum og tiltækt starfsfólk heilbrigðisstofnana var kallað út á vakt. Heilbrigðisráðuneytið sendi einnig út tilkynningu til íbúa um að vera viðbúnir ísraelskum loftárásum og gera það sem í þeirra valdi stæði til að vernda sig gegn þeim. Skömmu fyrir klukkan 22 að staðartíma, rétt fyrir sjö að íslenskum tíma, sögðu palestínskir miðlar frá því að ísraelsk sprengja hefði endað för sína á heimili Ismails Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hamas-samtakanna og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Að sögn fréttaritara Al-Jazera á Gaza virðast mögulegar þjálfunarstöðvar hernaðararms Hamas hafa verið skotmark árásar Ísraelsmanna. Ljóst sé hins vegar að aðrar byggingar hafi einnig orðið fyrir sprengjum. Tölur um fjölda látinna og særðra lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36